Smá samfélög Stór hluti NorðurlandannaSmá samfélög eru stór hluti Norðurlandanna, sérstaklega í Færeyjum, á Íslandi og Grænlandi, en einnig í nyrstu héruðum Skandinavíu og á eyjum í norrænu höfunum. Í smáum samfélögum eru ekki einvörðungu færri íbúar en í stóru borgunum, heldur eru áskoranirnar aðrar. Umhverfið og norræn smá samfélög verða í brennidepli í þessu tölublaði.