Árið 1993 gerði Norðurlandaráð skoðanakönnun um þekkingu og afstöðu Norðurlandabúa til norræns samstarfs. Á þeim tíma var eingöngu Danmörk aðili að Evrópusambandinu, en umræður fóru fram í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi um aðild að ESB. Eins og kunnugt er, gengu Svíþjóð og Finnland í ESB árið 1995, en Noregur og Ísland hófu samstarf í gegnum EES-samninginn. Síðan hafa Eystrasaltsríkin og Pólland gengið í ESB frá með 1. maí 2004. Pólitískt sjónarhorn í Norður-Evrópu hefur því mikið breyst.Það var því áhugavert að láta gera nýja könnun á þekkingu íbúanna til norræns samstarfs, því með henni er hægt að komast að þróun mála frá 1993.Sumir lesendur munu aðallega skoða tölur frá eigin heimalandi. En það gleður mig sem framkvæmdastjóra Norburlandaráðs að almennt séð fer þekking á Norðurlandaráði og systurstofnun okkar Norrænu ráðherranefndinni vaxandi á Norðurlöndum í heild sinni. Það er „heldur ekki slæmt“ að vaxandi hluti íbúanna telur Norðurlandaráð/Norrænu ráðherranefndina vera mikilvægar stofnanir í alþjóðlegu samstarfi.En einnig koma fram upplýsingar sem norrænir stjórnmálamenn munu skoða af miklum áhuga. Sú ósk kemur fram að Norðurlandaráð/Norræna ráðherranefndin einbeiti sér að verkefnum sem geta bætt daglegt líf íbúanna á Norðurlöndum. Það er mikilvægt að íbúarnir styðji norrænt samstarf. Sem betur fer vantar ekki stuðninginn – en við megum hvergi „slaka á“.