Margar áskoranir í umhverfismálum eru þess eðlis að nauðsynlegt er að takast á við þær í samvinnu – í löndunum sjálfum, svæðisbundið og í alþjóðlegu samstarfi. Þetta á einkum við um loftslagsbreytingar, notkun og losun á efnum og efnavörum, verndun vistkerfa hafsins sem og verndun og nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni. Brýnt er að efla samstarf Norðurlandanna um að nýta auðlindirnar á sem bestan hátt og leita norrænna lausna. Norrænu ríkin leggja kapp á að vera öðrum til fyrirmyndar í umhverf-ismálum og miðla reynslu sinni til annarra. Þekking á neyslu- og framleiðsluháttum skiptir sköpum fyrir ástand umhverfismála og því ber að skoða umhverfis- og efnahagsmál í samhengi.