Skildu allir íbúar Norðurlandanna einu sinni hver annan án nokkurra vandkvæða? Hvernig og hvenær þróuðust frumnorrænu málin í nútíma málin íslensku, færeysku, norsku, sænsku og dönsku? Hvers vegna teljast finnska, samíska og grænlenska ekki til norrænna mála þótt þau séu töluð á Norðurlöndunum? Svörin getur þú fundi í þessari bók. Norðurlandamálin me rótum og fótum er vönduð og lifandi kynning á tungumálum sem eiga sér langa sögu á Norðurlöndunum: skandinavísku málunum, eyja-málunum íslensku og færeysku auk samísku, grænlensku og finnsku. Í bókinni er fjallað um gerð málanna, sögulega þróun þeirra og innbyrðis skyldleika.