Skýrslan er útdráttur úr meginskýrslu með sama heiti. Í skýrslunni er lýst bestu fáanlegri tækni (BAT) til að draga úr mengun og nýta auðlindir í fiskeldisiðnaði á Norðurlöndum. Skýrslunni er skipt í tvo kafla: í öðrum er fjallað um fiskeldi á landi en í hinum um fiskeldi í sjó. Í skýrslunni er því lýst hvernig mismunandi tegundir eru framleiddar nú á dögum, lýst umhverfisálagi frá fiskeldinu, nýtingu auðlinda í mismunandi kerfum og mögulegum árangri varðandi nýtingu og mengum með því að beita bestu fáanlegri tækni (BAT).