Með umbótaáætluninni leggja samstarfsráðherrarnir grunn undir víðtæka endurnýjun á norrænu samstarfi. Norræna ráðherranefndin hefur þegar ýtt 19 undirverkefnum úr vör. Ný útgáfa skýrslunnar Nyt Norden kom út í september 2014. Hún hefur að geyma umbótaáætlunina í heild sinni sem og tillögur framkvæmdastjórans.