Norrænt samstarf nær til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Norrænu löndin fimm skiptast á að gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, eitt ár í senn. Á árinu 2012 gegna Norðmenn formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Í áætlun þessari kynna þeir áherslur sínar í norrænu samstarfi.