Þessi bæklingur er stutt kynning á starfi Norðurlandaráðs. Kaflarnir eru hafðir stuttir og þar koma einungis fram allra nauðsynlegustu upplýsingar. Frekari fróðleik má nálgast á heimasíðunni www.norden.org, en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um norrænt samstarf og ítarlegri umfjöllun um Norðurlandaráð. Þar er einnig hægt að gerast áskrifandi að norrænum fréttabréfum.