Á síðustu fimm til sjö árum hefur velferðartækni fengið stöðugt meiri athygli með tilliti til stjórnmála og fjölmiðla, en þrátt fyrir mikinn áhuga og aukna athygli hefur ekki eins mörgum lausnum verið hrundið í framkvæmd eins og við var búist.
Þau rúmlega 1.200 norrænu sveitarfélög sem um ræðir eiga í erfiðleikum með að breyta áhuga og verkefni í framkvæmdar lausnir og nýsköpun á hverjum degi fyrir starfsfólk og þjóðfélagsþegna.
Þessi útgáfa og CONNECT-verkefnið í heild sinni fjallar um sum þeirra vandamála sem norrænu sveitarfélögin þurfa að takast á við í vinnu sinni með velferðartækni: Hvernig lækkum við kostnað fyrir verkefni okkar? Hvernig tryggjum við að vitneskjan sem við öðlumst verði samþætt í skipulag sveitarfélagsins? Hvernig verðum við betri til að deila þekkingu okkar og reynslu, og láta af þeirri hugmyndafræði að hver og einn verði að finna upp hjólið aftur? Hvernig styrkjum við velferðartækni á sameiginlegum norrænum markaði? Hvernig tryggjum við að starfsfólkið líti á tæknina sem samherja? Spurningarnar eru margar og flóknar.
CONNECT safnar þessum hugmyndum saman og skapar þann fyrsta fullbúna norræna tækjabúnað til að sjá hvernig sveitarfélög geta á bestan mögulegan hátt unnið með velferðartækni.
En tækjabúnaðurinn er ekki aðeins hvatning frá sérfræðingum, heldur byggir hann á hagnýtri reynslu og „bestu starfsvenjum“ sveitarfélaganna, og að auki er hann búinn til af tíu leiðandi sveitarfélögum á Norðurlöndunum á sviði velferðartækni í samvinnu við þjóðstjórnir viðeigandi landa.
Norræna velferðarmiðstöðin vonar að þessi útgáfa og þessi tækjabúnaður geti verið til að efla framlag velferðartækni í viðeigandi löndum, en einnig til að efla samvinnu þvert á landamæri Norðurlandanna.