Sjálfbær, nýskapandi, örugg og hreinskiptin Norðurlönd fyrir alla eru einkunnarorð Svía þegar þeir taka við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2018. Stafræn tækniþróun er rauður þráður í formennskuáætluninni.
Lýðræðisleg félagasamtök eiga sér langa hefð á Norðurlöndum og bera vott um jöfnuð, jafnrétti, sjálfbærni og samstarf. Stöðug þekkingar- og menningarsamskipti liggja til grundvallar þeirri sýn forsætisráðherranna að Norðurlöndin eigi að vera samþættasta svæði heims.
Norðurlandaþjóðirnar eru vanar að láta til sín taka í alþjóðamálum, þær láta sig annt um samstöðu Evrópuþjóða og að Sameinuðu þjóðirnar séu öflugar. Markmiðið með verkefni forsætisráðherranna, Nordic Solutions to Global Challenges, er að miðla góðum norrænum lausnum víðar um heim.