Norrænu orkumálaráðherrarnir kynna hér með nýja norræna samstarfsáætlun á sviði orkumála fyrir tímabilið 2018–2021.
Framtíðarsýnin fyrir norrænt orkumálasamstarf felur í sér öflugt, aðlögunarhæft samstarf sem byggir á trausti og og er til þess fallið að þróa norræn orkukerfi í þá átt að tryggja samþættasta og snjallasta græna hagkerfi heims með lágri kolefnislosun, mikilli samkeppnishæfni og afhendingaröryggi.
Á tímabilinu 2018–2021 verða eftirtalin svið í brennidepli í samstarfinu:
• Framþróun hins norræna raforkumarkaðar
• Endurnýjanlegir orkugjafar
• Aukin orkunýtni
• Upplýsingaskipti og samráð um stefnu norrænu landanna í orkumálum
• Orkurannsóknir og nýsköpun á vettvangi Norrænna orkurannsókna• Norðurlönd í Evrópu, þ.m.t. framkvæmd Orkubandalags ESB
• Grannsvæði Norðurlanda, einkum Eystrasaltsríkin
• Orkutengd samgöngusjónarmið• Orkugeirinn á Álandseyjum, í Færeyjum og á Grænlandi
• Aðrar þverlægar áætlanir og verkefni og alþjóðlegt samstarf
Copenhagen: Nordisk Ministerråd, 2017. , p. 34