Í ÞEIRRI ÁÆTLUN UM NORRÆNA LÍFHAGKERFIÐ, sem hér er kynnt tilsögunnar, eru markmið á sviði umhverfis-, félags- og efnahagsmála fléttuðsaman með aukna sjálfbærni á Norðurlöndum fyrir augum. Lífhagkerfiðer afar mikilvægur þáttur í hagkerfi Norðurlandanna allra og kemur þaðeinkar skýrt fram í tengslum við atvinnuþróun í strjálbýli víða á norrænumslóðum. Áætlunin hefur það markmið að byggja upp nýjar atvinnugreinarog virðiskeðjur og að greiða fyrir, og beina í æskilegan farveg, þróunlífiðnaðar yfir í hátækniframleiðslu, jafnframt því að auka hagkvæmnilífmassaframleiðslu og verðmætasköpun í þeirri atvinnugrein eftir því semkostur er. Í áætluninni er lýst framtíðarsýn á norræna lífhagkerfið sembyggð er á fjórum stoðum, en þær eru:
– Samkeppnishæfni fyrirtækja í lífiðnaði
– Sjálfbær auðlindastýring
– Viðnámsþolin og fjölbreytt vistkerfi
– Efnahagsþróun í allra þágu
Til þess að gera þetta að veruleika eru skilgreindir í áætluninni 15aðgerðaliðir sem skipað er undir þrjú þemu: Nýsköpun – Skjótariframkvæmd – Samstarfsnet. Mest áhersla er lögð á nýja stefnumörkuná vettvangi einstakra sveitarfélaga og ríkja og í norrænu samstarfi,auknar fjárveitingar, umbætur í menntun, vörumerkingar og vottunog uppbyggingu fyrirtækjaklasa í lífiðnaði, auk ýmissa annarra atriða.Áætluninni fylgir einnig viðauki með yfirliti um meginviðmið á sviðisjálfbærni sem líta má á sem skref í þá átt að samræma sjónarmið ogmóta góða starfshætti fyrir sjálfbært lífhagkerfi á Norðurlöndum.