Vellíðan barna og ungmenna og tækifæri þeirra til að njóta réttar síns er forsendan fyrir því að Norðurlönd haldi áfram að þróast. Norrænu ráðherranefndinni ber að stuðla að því að Norðurlönd verði leiðandi og hafi forystu um mótun samfélags sem gefur svigrúm fyrir réttindi og ólík sjónarmið barna og ungmenna og hafi þannig áhrif á samfélagsþróunina. Á grundvelli þessa á Norræna ráðherranefndin að flétta sjónarmið réttinda barna og málefni ungmenna í starf sitt.
Því markmiði að flétta sjónarmið réttinda barna og málefni ungmenna í auknum mæli inn í starfið fylgir einnig sú ábyrgð að tryggja að starfið sé unnið í anda nokkurra viðmiðunarreglna, með sameiginlegri lágmarksaðkomu barna og ungemenna og umfram allt með hætti sem verndar öryggi barna. Þetta rit á erindi í öllum þeim tilvikum þegar haft er samband við börn og ungmenni eða þegar þau taka þátt í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar.