Samstarfsnetinu Clean Nordic Oceans var komið á fót til þess að miðla gagnkvæmri þekkingu á og reynslu af aðferðum og aðgerðum sem dregið geta úr hættunni á bæði veiðum í drauganet og mengun hafsins en auka móttöku og endurvinnslu frá bæði atvinnu- og tómstundaveiðum. Öll norrænu ríkin hafa tekið þátt í samstarfinu.
Verkefnið hefur átt þátt í því að koma á tengslum bæði innan og utan Norðurlanda í þeim tilgangi að vinna gegn vandamálinu mengun hafs af völdum fiskveiða og hefur í þeim tilgangi nýtt sér eigið vefsetur (www.cnogear.org) og staðið fyrir vinnustofum, námskeiðum og ráðstefnum auk kvikmynda og samfélagsmiðla.
Margt athyglisvert hefur komið fram og í skýrslunni er meðal annars bent á það að öll Norðurlöndin hafa lagt of litla áherslu á „vitund og afstöðu“ meðal sjómanna um það hvernig hægt sé að draga úr mengun í hafi. Í skýrslunni eru ýmsar aðgerðir lagðar til. Sumar þeirra gætu átt við um öll löndin en almennt séð er ekki um það að ræða að sama lausnin henti öllum.