Fimm þúsund manns á Norðurlöndum hafa svarað ýmsum spurningum um norrænt samstarf, loftslagsmál og lýðræðis¬-lega þátttöku. Niðurstöðurnar sýna að almenningur á Norðurlöndum hefur áhyggjur af þróun mála og telur loftslags- og umhverfismál vera brýnasta málaflokkinn í samstarfi Norðurlandanna. Þá eru skoðanir skiptar á því hvað fólk telur bestu aðgerðirnar og hve mikla trú það hefur á því að stjórnmálafólk geti leyst loftslags¬vandann. Skýrslan sýnir áskoranir og tækifæri norrænna lýðræðissamfélaga í starfi að umhverfis- og loftslagsmálum í framtíðinni.