Talið er að meira en hálf milljón manna á Norðurlöndunum séu með heilabilun -arsjúkdóm eða væga vitræna skerðingu. Reiknað er með að fjöldi fólks með heilabilun aukist mikið eftir 2020 þegar eftirstríðsárakynslóðin fer að eldast. Í þessum hóp eru einnig margir innflytjendur sem komu til Norðurlandanna á sjöunda, áttunda og níunda áratug tuttugustu aldar. Stjórnmálamenn og fagfólk hefur þörf fyrir meiri vitneskju á sviði heilabilunar og fólks með innflytjend- abakgrunn til að geta tryggt öllum jafn góða umönnun. Fólk frá öðrum löndum er alveg jafn líklegt til að vera með heilabilun og þeir sem fæddir eru í hinum norrænu löndum en færri úr fyrrnefnda hópnum leita aðstoðar. Ólíkur skilningur er á heilabilun víðs vegar um heiminn. Norrænt samstarfsnet um heilabilun sem stýrt er af Norrænu velferðar-miðstöðinni fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar, vinnur að því að stuðla að betri gæðum, öryggi, meiri nýsköpun og meiri og betri vitneskju um heilabilun. Norræna velferðarmiðstöðin stýrir einnig þremur starfshópum sérfræðinga í ákveðnum málaflokkum sem eru tiltölulega litlir í hverju Norðurlandanna fyrir sig: heilabilun og þjóðfélagslegir minnihlutahópar, heilabilun og frumbyggjar og heilabilun og vitsmunaleg fötlun.Umönnun fyrir innflytjendur með heilabilun beinist að þér sem vinnur við umönnun einstaklinga með heilabilun í norrænu landi og hittir daglega fólk með innflytjendabakgrunn. Handbókin er til á dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku. Hún er unnin upp úr skýrslu Alzheimer Europe: „The development of intercultural care and support for people with dementia from minority ethnic groups“ (2018). Skýrsla Alzheimer Europe beinist að þeim sem bera pólitíska ábyrgð. Þessi handbók er hins vegar gerð fyrir tilstilli starfshópsins um heilabilun og þjóðfélagslega minnihlutahópa sem svar við þörfum fagfólks um aðgengilega og aðkallandi þekkingu sem er sniðin að norrænum aðstæðum. Vantað hefur stuttorða greinargerð um þá þekkingu sem er til staðar í löndunum. Umönnun innflytjenda með heilabilun er ekki fræðileg útgáfa en á uppruna sinn í rannsóknum höfundanna. Ellefu aðilar innan hópsins hafa lagt sitt af mörkum til verksins. Saman eru þeir fulltrúar tveggja þekkingarsetra og sex háskóla eða háskólasjúkrahúsa í þremur norrænum löndum. Verkefni Norrænu velferðarmiðstöð- varinnar er að stuðla að útbreiðslu norrænnar reynslu og vitneskju um umönnun, hjúkrun og lífsgæði fyrir fólk með heilabilun. Von okkar er að þessi útgáfa geti bætt einstaklingsmiðaða umönnun fyrir þann vaxandi hóp Norðurlandabúa sem lifir með heilabilun.