Sjálfbær þróun, jafnrétti, réttindi barna og sjónarmið ungs fólk eru svið sem almennt eru mikilvæg í allri starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar. Öllum sem starfa hjá eða á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, óháð málaflokki, ber skylda til að virða þetta. Með því að efla þetta starf tryggjum við að starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar einkennist af sjálfbærni, jafnrétti, inngildingu, fulltrúalýðræði og aðgengi.