Hvað gera norrænu ríkin ásamt Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi til að ná heimsmarkmiðunum sautján um sjálfbæra þróun? Þessi samantekt svarar þeirri spurningu og er megináherslan á pólitískar aðgerðir landanna til að innleiða heimsmarkmiðin, það er að segja framkvæmdaáætlanir um innlend og alþjóðleg forgangsmál, eftirfylgni og atriði sem má bæta. Markmiðið með samantektinni er að skapa yfirsýn byggða á staðreyndum yfir starf norrænu landanna að heimsmarkmiðum SÞ, þar sem auðvelt er að nálgast viðeigandi grunnupplýsingar með krækjum á vefsíður og annað efni fyrir hvert og eitt norrænu landanna.