Norrænir þróunarvísar fyrir Framtíðarsýn okkar 2030 eru mikilvægt tæki í vinnunni við að fylgja eftir markmiðinu að gera Norðurlönd að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Tilgangur norrænna þróunarvísa fyrir Framtíðarsýn okkar 2030 er að gefa heildaryfirlit um hvernig norrænu ríkjunum miðar í starfi sínu við að gera framtíðarsýnina að veruleika. Vísarnir eiga að svara því hvort Norðurlönd séu sjálfbærasta og samþættasta svæði heims og hvort markmiðin um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd hafi náðst.