Hugmyndin um að Norðurlönd eigi að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims varðar leiðina í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar á komandi árum. Við eigum að leggja okkar af mörkum til stefnumótunar og lausna sem skipa Norðurlöndum í forystu um græn umskipti, félagslega sjálfbærni og samkeppnishæfni.
Þær áætlanir um verkefni og fjárhag fyrir árið 2022 sem hér eru til umfjöllunar eru liður í fjárhagsáætlunargerð Norrænu ráðherranefndarinnar til langs tíma eða til ársins 2024 og er þetta annað árið sem slíkt verklag er viðhaft. Fjármunir verða færðir milli sviði í áföngum milli áranna 2021 og 2024 samkvæmt metnaðarfullri áætlun í því skyni að ná markmiðunum tólf.