Of fá norræn ungmenni velja að sækja starfsnám. Víða um Norðurlönd er skortur á faglærðu fólki og mun sá vandi fara vaxandi ef sama þróun heldur áfram. Norðurlandaráð hefur því óskað eftir að koma á samráðsverkefni þar sem svara er leitað við eftirfarandi spurningum:
Hvernig getur norræn samvinna stuðlað að því að leysa úr algengustu stjórnsýsluhindrunum sem setta eru innan starfsgreina til að hægt sé á nýta starfsmenntun frá einu norrænu ríki í öðru?
Hvernig getur norrænt samstarf stuðlað að því að fleiri íbúar Norðurlanda velji að stunda starfsnám?
Í þessum tilgangi ákvað Norðurlandráð í lok árs 2021 að setja í gang verkefni þar sem viðkomandi aðilum var safnað saman í hugveitu.
Hugveitan hittist fimm sinnum á fyrri hluta árs 2022 áður en ráðleggingar hennar voru teknar saman í þessari hvítbók.