Framtíðarsýnin um að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 er leiðarstef fyrir sænsku formennskuna í Norrænu ráðherranefndinni. Við munum halda áfram vinnunni við að Norðurlönd skuli verð leiðandi í hinum grænu umskiptum og vera alþjóðlega samkeppnishæft og félagslega sjálfbært svæði. Það er grundvallaratriði fyrir samkeppnishæfni okkar og hagvöxt að við höldum áfram að létta undir með fyrirtækjum og fólki að geta starfað þvert á landamæri. Því verður undir formennsku Svía kastljósinu beint að samþættingu á Norðurlöndum og aðgerðum sem auðvelda flutning yfir landamæri.