Samstarfsáætlun um umhverfis- og loftslagsmál fyrir árin 2025–2030 tekur mið af hinni þríþættu ógn sem Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint. Í samstarfsáætluninni er lögð áhersla á loftslagsmál, líffræðilega fjölbreytni og mengun sem og hringrásarhagkerfið og þannig er henni ætlað efla norrænt samstarf þar sem norrænt notagildi er fyrir hendi. Norðurlönd skulu áfram vera leiðandi við hin grænu umskipti og samkeppnishæft og félagslega sjálfbært svæði í alþjóðlegu tilliti. Loftslags- og umhverfismál eru alþjóðleg málefni og því eiga Norðurlönd einnig að vera sterk og skýr rödd til að stuðla að árangursríkum lausnum í alþjóðlegum samningaviðræðum um umhverfismál og loftslagsmál.