Menntamál, rannsóknir og tungumál eru eitt af helstu málefnasviðum Norrænu ráðherranefndarinnar sem skiptir sköpum svo að Norðurlönd verði betur í stakk búin til þess að mæta krísum framtíðarinnar.
Menntun, rannsóknir og tungumál stuðla að lýðræði á Norðurlöndum með því að byggja upp traust, sjálfsmynd og samstöðu ásamt því að efla gagnrýna hugsun og skoðanaskipti.
Í samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um menntamál og rannsóknir er fjallað um pólitískar áherslur norrænu ráðherranna og markmið fyrir árin 2025–2030.