Norrænu umhverfisráðherrarnir héldu fund í Longyearbyen á Svalbarða í vikunni. Þar var þeim gerð grein fyrir vinnu sem verið hefur í gangi til að meta veikleika og hugsanleg áhrif sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér á Norðurskautinu. Einnig kynntu þeir sér skýrslu um loftslagsbreytingar og þýðingu þeirra fyrir náttúrustjórnun á Norðurlöndunum.