Norrænt samstarf nær til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, auk sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Norrænu ríkin fimm skiptast á formennsku í Norrænu ráðherranefndinni eitt ár í senn. Árið 2010 fer Danmörk með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlunin fyrir 2010 er unnin í nánu samstarfi þriggja hluta danska ríkisins: Færeyja, Grænlands og Danmörku. Í áætluninni eru kynnt þau áherslusvið sem unnið verður að innan norræna samstarfsins á árinu.