Aðildarlönd ESB eru orðin 25 eftir síðustu stækkun sambandsins. Er enn grundvöllur fyrir sérstakri samvinnu milli Norðurlanda? Hvaða hlutverki gegna Norðurlönd í nýrri Evrópu? Þessar spurningar og aðrar eru til umræðu í þessari bók. Fólksflutningar til og frá löndum okkar hafa áhrif á þróun þeirra. Sífellt fleiri flytjast milli landa til að vinna og stunda nám. Menning allra heimshorna er nú orðin hluti daglegs lífs á Norðurlöndum. Höldum við áfram að líta á okkur sem Norðurlandabúa í framtíðinni? Norrænu rithöfundarnir Henrik Nordbrandt, Jan Kjærstad, Einar Már Guðmundsson, Eva Ström og Kari Hotakainen túlka, hver í sínum kafla, hvað felst í því að vera Norðurlandabúi, Evrópumaður og heimsborgari. Titillinn er frá norska rithöfundinum Jan Kjærstad sem skrifar: Ég ímynda mér að Norðurlönd hafi ýmislegt fram að færa á evrópskum vettvangi, og enn frekar á alþjóðavettvangi...." Í “Norðurlönd hafa ýmislegt fram að færa² er að finna ýmsar staðreyndir um Norðurlönd og samstarf þeirra. Þar er jafnframt að finna ábendingar um hvar hægt er að nálgast frekari upplýsingar. Bókin kemur út í danskri/sænskri/norskri, finnskri og íslenskri útgáfu.