Samstarfsáætlunin byggir á því grundvallarsjónarmiði að vinna þurfi markvissara að eflingu jafnréttis og jöfnum tækifærum kvenna og karla á öllum sviðum þjóðfélagsins. Ryðja þarf úr vegi þeim hindrunum sem aftra því að konur og karlar njóti sín. Áætlunin á að stuðla að víðtækum aðgerðum til að samþætta jafnréttissjónarmið á öllum sviðum stjórnmála. Jafnframt munu tekin frumkvæði á tilteknum mikilvægum sviðum annað hvort þar sem öðlast má nýja reynslu eða á sviðum sem hafa verið vanrækt fram að þessu.Norræna ráðherranefndin hefur valið þrjú meginsvið sem áhersla verður lögð á í norrænu samstarfi á sviði jafnréttismála á tímabilinu 2001-2005.• Kynja-og jafnréttissjónarmið í norrænni efnahagspólitík• Karlar og jafnrétti • Vernd gegn ofbeldi (Kvennafriður)Samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í norrænu samstarfi mun haldið áfram á tímabilinu 2001-2005. Framkvæmd samþættingarstefnunnar mun fela í sér breyttar og bættar forsendur jafnréttis í norrænu samstarfi. Markmið samstarfsins er samfélag jafnréttis.