Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða sem og virk þátttaka karla og drengja verða í brennidepli í norrænu jafnréttissamstarfi á næstu fjórum árum. Þessi málefni njóta forgangs í nýrri samstarfsáætlun í jafnréttismálum fyrir tímabilið 2011–2014. Í áætluninni eru lagðar línur fyrir jafnréttissamstarfið á umræddu tímabili. Samstarfsáætlunin Jafnrétti skapar sjálfbært samfélag var samþykkt á fundi norrænu jafnréttisráðherranna þann 18. október 2010 og á þingi Norðurlandaráðs 2010.