Með þessari fjögurra ára samstarfsáætlun markar ráðherranefnd um vinnumál stefnu og áherslur í formlegu samstarfi norrænu ríkisstjórnanna á vinnumálasviði fyrir tímabilið 2013-2016. Á tímabilinu mun athyglin einkum beinast að áskorunum sem norrænn vinnumarkaður stendur frammi fyrir vegna hnattvæðingar og lýðþróunar, en eftir þörfum verður einnig hugað að hagsveiflutengdum áskorunum sem koma upp á tímabilinu.