Umhverfisstefna í landbúnaði og skógrækt (MJS) Vinnuhópur um samþættingu umhverfismála í landbúnaði og skógrækt (MJS) hóf störf árið 1995. Hópurinn hefur einkum lagt áherslu á að mynda norræn tengslanet gegnum ýmis verkefni og afla þekkingar sem nýtist í pólitískri starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar. MJS lýkur nú störfum og greint er frá árangri hópsins í lokaskýrslu um starf hans (TemaNord 2009:517). Í þessu hefti af Norrænum umhverfismálum er sagt frá fimm verkefnum sem fjallað er um í skýrslunni en þau eru öll dæmi um hvernig þverfaglegt amstarf um landbúnað, skógrækt og umhverfismál getur nýst á Norðurlöndum.