Skilningur er forsenda þess að okkur finnist Norðurlandaráð koma okkur við. Sá skilningur byggir á þekkingu á sögu Norðurlandaráðs, hvernig ráðið er skipað og ekki síst hver verkefni þess eru‚ í heimalöndum okkar og úti í heimi. Norðurlandaráð vill og getur haft áhrif á líf norræns almennings og vonandi víðar um heim. Í bæklingi þessum segir nánar frá Norðurlandaráði. Við lestur hans munt þú skynja að Norðurlandaráð hefur áhrif á líf þitt og kannski vilt þú leggja eitthvað til málanna.