Ýmsar áskoranir hnattvæðingarinnar krefjast viðbragða sem ekki verða leyst í hverju ríki fyrir sig heldur kalla þær á samstillt og samtaka viðbrögð fleiri ríkja og svæða. Margt er sameiginlegt með norrænu ríkjunum og því liggur beint við að þau leiti sameiginlegra lausna. Sameiginleg styrkleikasvið, svipað gildismat og háþróuð þekkingarkerfi veita Norðurlöndunum forskot þegar bregðast þarf við áskorunum hnattvæðingar og styrkja stöðu þeirra í vaxandi samkeppni.Ein auðlind Norðurlandanna er fólkið, þekking þess, hæfni, sköpunarkraftur og menningararfur. Þetta eru lyklarnir að samkeppnishæfni okkar, atvinnu og hagvexti, að velferðarþjóðfélaginu sem auðvelda okkur að stuðla að sjálfbærri þróun um heim allan.Fundur forsætisráðherranna í júní 2007 markaði tímamót en þar var norrænt samstarf endurnýjað til þess að vera betur í stakk búið til að mæta áskorunum í hnattvæddum heimi. Norrænt samstarf um hnattvæðingu fer fram í samvirkni við svipað starf á Evrópuvettvangi og norrænt samstarf við grannríkin. Hér verða kynntar nokkrar raunhæfur tillögur að norrænu samstarfi á þessu sviði. Þó eru mörg mikilvægi atriði í hnattvæðingarinnar sem þarfnast nánari greiningar og umræðna áður en ákvarðanir verða teknar.Þess er vænst að aðgerðir og markmið sem hér verður fjallað um geti styrkt stöðu Norðurlandanna í hnattvæddum heimi.