Norrænu ríkin fimm, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð skiptast á að fara með formennsku í ríkisstjórnasamstarfi Norðurlanda. Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar sér um framkvæmd verkefna og ber ábyrgð á daglegum rekstri.Formennskutími í Norrænu ráðherranefndinni er eitt almanaksár í senn. Formennska Finna í ESB var ástæðan fyrir því að formennska þeirra í Norrænu ráðherranefndinni færðist frá árinu 2006 til 2007. Þetta var gert til þess að afstýra því að formennskan á hvorum stað stangaðist á.Í Helsinkisáttmálanum stendur eftirfarandi um formennskuna:",Ríkisstjórnir Norðurlandanna skiptast á að fara með formennsku samkvæmt nánara samkomulagi. Sú ríkisstjórn sem leiðir samstarfið ber ábyrgð á að samhæfa norrænt ríkisstjórnasamstarf og hafa nauðsynlegt frumkvæði. Hún leiðir starfið í ráðherranefndinni, aðra ráðherrafundi og samráð ríkisstjórnanna um evrópsk og alþjóðleg málefni á öllum stigum.",Í formennskuáætlun Finna er leitast við að styrkja möguleika Norðurlanda á að takast á við alþjóðleg verkefni. Í áætluninni er lögð áhersla á norræna velferðarlíkanið og að virkni þess verði tryggð. Þar er sérstaklega rætt um þörf á að styrkja betur samkeppnishæfni og velferð. Lögð er áhersla á menntun, menningu, félags- og heilbrigðisþjónustu og jafnrétti og samhliða því að gera Norðurlöndin sýnilegri á alþjóðavettvangi. Sérstaklega er fjallað um norðlægu víddina og verndun Eystrasalts. Þá er fjallað um norræna orkustefnu, aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, afnám landamærahindrana á Norðurlöndum, auk þess sem lögð er áhersla á frjálsa för fólks milli norrænu ríkjanna. Þá er sérstök áhersla lögð á börn og unglinga. Finnar vilja stuðla að skilvirkara norrænu samstarfi, bættum möguleikum innflytjenda til að hafa áhrif ásamt því að vekja áhuga á norrænu samstarfi.Nánari upplýsingar um formennskuáætlun Finnlands má finna á: www.norden2007.fi frá og með 01.01.2007.