Sagan um Jyrki og Jóhönnu - líf venjulegrar fjölskyldu á Norðurlöndum með landamæri Sagan um Jyrki og Jóhönnu segir frá hindrunum‚ sem geta orðið á vegi ósköp venjulegrar nútímafjölskyldu þegar hún flytur á milli Norðurlanda. Smásagan eykur vonandi skilning á því hvernig heimsborgarar nútímans geta flækst í neti stjórnsýsluhindrana þar sem sinn er siður í landi hverju.