Tryggja ber núlifandi og komandi kynslóðum heilbrigð lífsskilyrði. Norræna ráðherra-nefndin hefur sett sér það markmið að Norðurlöndin verði fyrirmyndarstaður fyrir börn. Því þarf að grípa til þverfaglegra aðgerða með hagsmuni barna að leiðarljósi. Þegar leitað er leiða til að ná settum markmiðum um umhverfi og heilsu barna er vert að líta til þess sem vel hefur tekist í norrænu grannríkjunum. Í þessum bæklingi er greint frá úrræðum sem yfirvöld á Norðurlöndum hafa gripið til til þess að bæta umhverfi og heilsu barna. Hann byggir á skýrslunni "Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum", um tilraunaverkefni sem framkvæmt var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.