Afnám stjórnsýsluhindrana hefur verið kappsmál norrænu landanna um nokkurra ára skeið. Ýmsar greiningar hafa verið gerðar og skýrslur unnar um þessi mál. Á fundi norrænu forsætisráðherranna í Punkaharju í Finnlandi 2007 var ákveðið að setja vettvang um stjórnsýsluhindranir á laggirnar. Hlutverk hans yrði að hleypa krafti í aðgerðir til að fjarlægja stjórnsýsluhindranir. Samstarfið á að tryggja réttindi borgaranna, örva hagvöxt og efla samkeppnishæfni landanna.