Það eru 56 mismunandi möguleikar til frjálsrar farar yfir landamæri Norðurlandanna fimm, Færeyja, Grænlands og Álandseyja.Til að auðvelda frjálsa för íbúa og fyrirtækja yfir landamæri á Norðurlöndum ákváðu samstarfsráðherrar Norðurlanda að skipa stjórnsýsluhidranaráð.Stjórnsýsluhindranaráðið á að vinna að afnámi þekktra stjórnsýsluhindrana, stuðla að því að ESB-löggjöf sé innleidd á sambærilegan hátt í löndunum og vinna að því að löndin hafi samráð sín á milli í tengslum við nýja löggjöf og reglur. Stjórnsýsluhindranaráðiðá einnig að stuðla að frekari þróun upplýsingaþjónustu milli Norðurlandanna og gera hana skilvirkari.