Norrænu þjóðirnar hafa lengi unnið saman. Samstarfið byggir á sameiginlegum gildum og ósk um að ná árangri sem stuðlar að öflugri þróun svæðisins.Meðal markmiðanna er að eftirsóknarvert verði að búa, starfa og reka fyrirtæki á Norðurlöndum og að efla samkeppnishæfni norrænu ríkjanna á alþjóðavettvangi.Leiðarljós norrænu samstarfsáætlunarinnar um stefnumótun í nýsköpun og atvinnulífi er að reyna að takast á við nokkur af þeim verkefnum sem blasa við Norðurlöndum í framtíðinni.