Norræna ráðherranefndin um efnahags- og fjármál (MR-FINANS) mun á tímabilinu 2025–2030 vinna saman að því að stuðla að efnahagsþróun og velferð á Norðurlöndum og tryggja efnahagslega skilvirk og félagslega réttlát græn umskipti í hinu norræna hagkerfi. Norrænt samstarf á sviði efnahags- og fjármála skal stuðla að stefnumótun og lausnum sem efla samkeppnisfærni og viðnámsþol norrænu hagkerfanna og sem auka á sjálfbæran hátt vaxtarmöguleika á Norðurlöndum. Samstarfið skal styðja við lausnir á sameiginlegum áskorunum varðandi efnahagsstefnu og stuðla að styrkari efnahagsstefnu í norrænu löndunum.