Aðgangsharðar fiskveiðar skaða lífríkið á hafsbotni Áhrif fiskveiða á sjávarbotninn og skipulagning í hafinu eru mikilvæg samstarfssvið hjá Norrænu ráðherranefndinni. Mjög lítill hluti botns heimshafanna hefur verið kortlagður fram að þessu. Samt sem áður vitum við að fjölbreytt dýralíf er víða á svæðum, sem eru viðkvæm og auðvelt er að eyðileggja til að mynda með aðgangshörðum botnveiðum. Endurnýjun dýralífsins gæti tekið áratugi.