Fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar er mikilvægt tæki til að ná markmiðum framtíðarsýnarinnar um að Norðurlöndin eigi að vera sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Fjárhagsáætlun 2025 er sú fyrsta á nýju áætlunartímabili og er nátengd samstarfsáætlunum fagsviðanna og þeim markmiðum og undirmarkmiðum sem samþykkt hafa verið fyrir þær.