Lönd okkar eru sterk og hafa sameinast um einstaka samfélagsgerð sem einkennist meðal annars af miklu trausti, langri sameiginlegri sögu og djúprættu samstarfi. Eins og nú er komið er mikilvægt að geta reitt sig á samheldni landanna. Því er yfirskrift formennskunnar í Norrænu ráðherranefndinni árið 2026: Norðurlönd – traust tengsl í hverfulum heimi.
Á formennskuárinu viljum við beita okkur fyrir enn þéttara samstarfi allra norrænu landanna átta og fylkja okkur að baki framtíðarsýn forsætisráðherranna um að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði heims. Til að koma þessum málum í höfn er brýnt að sinna stefnumarkandi málaflokkum vel og leggja sérstaka áherslu á að efla grasrótarsamstarf norræns borgarasamfélags. Norðurlönd samanstanda umfram allt af íbúunum sem byggja þau.