Í samstarfsáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna um stafvæðingu koma fram pólitískar áherslur fyrir árin 2025 til 2030. Samfélög okkar byggjast á lýðræði, jafnrétti, mannauði og félagslegri ábyrgð. Stafrænu umskiptin þurfa að fara fram í samræmi við þessi gildi nú og til framtíðar. Stafvæðing og tæknilegar nýjungar eru mikilvægir þættir í þróun bæði innan einkageirans og hins opinbera og eru einnig lykilatriði í grænu umskiptunum. Samstarfið stjórnast í senn af sameiginlegum tækifærum og áskorunum í löndunum í hvað varðar framkvæmd inngildandi og öruggra stafrænna umskipta, eflingu samkeppnishæfni okkar og grænan vöxt auk þess að hvetja til frjálsrar farar og samþættingar innan svæðisins með öruggri, skilvirkri stafrænni þjónustu á milli landanna fyrir fólk, fyrirtæki og yfirvöld.